Fyrrum þjálfari Fjölnis, Hjalti Þór Vilhjálmsson, er tekinn við Þór Akureyri. Þetta tilkynnti félagið rétt í þessu. Félagið gerði þriggja ára samning við þjálfarann sem tekur við búi Benedikts Guðmundssonar, en Benedikt gaf það út eftir tímabilið að hann hyggðist ekki halda áfram með liðið sem endaði í 8. sæti deildarkeppninnar eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni fyrir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins 34 ára að aldri er Hjalti öllum hnútum kunnugur í þjálfun, en hann hefur þjálfað meistara og yngri flokka hjá Fjölni síðastliðin 17 ár. Þar af var hann þjálfari Fjölnis, síðast þegar að þeir voru í efstu deild.

 

Hérna er fréttatilkynning Þórs