Gríðarleg barnalukka rennur nú yfir kvennalið Snæfell en eins og við greindum frá í gær er Gunnhildur Gunnarsdóttir landsliðskona ólétt og á von á sér í október.  Helga Hjördís Björgvinsdóttir, annar skotbakvörður Snæfells gengur með sitt annað barn og því óhætt að segja að mikil frjósemi sé loðandi við þetta fyrrum meistaralið í Stykkishólmi. Helga spilaði 35 leiki fyrir Snæfell í vetur og skoraði í þeim að meðaltali 3 stig og tók um 2 fráköst.   Karfan.is sendir hamingjuóskir á Helgu og hennar fjölskyldu með burðinn.