Þriðji leikur undanúrslitaeinvígis Stjörnunnar og Grindavíkur er í dag kl. 16:00 í Ásgarði. Grindavík sigrað fyrstu tvo leiki einvígissins, svo það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í Stjörnunni. Við heyrðu í leikmanni Njarðvíkur, Birni Kristjánssyni og spurðum hann aðeins út í þetta einvígi.
Hérna er yfirlit yfir undanúrslitin
Hvernig finnst þér einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur hafa spilast?
Þetta eru búnir að vera skemmtilegir og hraðir leikir. Grindavík hefur verið að spila mjög vel og hitta hrikalega vel úr sínum skotum. Allir leikmenn eru að skila einhverju til liðsins á báðum endum vallarins. Fyrsti leikurinn var eign Grindavíkur. Þeir spiluðu fína vörn og hittu mjög vel en á sama tíma var Stjarnan að hitta illa. Að mínu mati voru þeir óskipulagðir sóknarlega og tóku ótímabær skot. Seinni leikurinn var frekar svipaður þar sem Grindavík snögg hitnaði á einum kafla og stakk Stjörnuna af. Stjarnan vann síðan seinni hálfleikinn en munurinn var orðin aðeins of mikill.
Hvernig sérðu þessa seríu spilast eftir þessa fyrstu tvo leiki?
Ég held að Stjarnan taki næsta leik á heimavelli en Grindavík klárar þetta svo í leik 4. Þeir eru góðir á heimavelli og hafa ekki tapað leik þar í úrslitakeppninni.
Hvað hefur komið þér mest á óvart?
Í rauninni ekki mikið. Aðallega varnarleikur Stjörnunar. Þar eru tækifæri til að gera betur en á sama tíma hefur Grindavík verið að spila vel sóknarlega og setja erfið skot.
Hvað þarf Stjarnan að gera til þess að eiga möguleika á að klára þetta?
Stjarnan þarf að spila aðeins betur sóknarlega en aðallega þurfa þeir að koma í veg fyrir að Grindavík nái svona góðum áhlaupum. Þeir hafa náð upp góðri forystu í báðum leikjunum með þessum hætti.
Hvað þarf Grindavík að gera til þess að eiga möguleika á að klára þetta?
Gríndavík hefur unnið báða leikina frekar sannfærandi svo ég hef lítið við þeirra leik að bæta. Þeir þurfa að einbeita sér að sjálfum sér, spila sinn leik og vera cocky í skotunum sínum.
Hvernig fer leikurinn í kvöld?
Stjarnan vinnur.