Úrslitakeppni NBA deildarinnar fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins taka meistarar Cleveland Cavliers á móti Indiana Pacers, en sá leikur hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Leikirnir eru svo einn af öðrum. Toronto Raptors taka næst á móti Milwaukee Bucks kl. 21:30, San Antonio Spurs á móti Memphis Grizzlies kl. 00:00 og Los Angeles Clippers á móti Utah Jazz kl. 02:30. Leikirnir eru allir (líkt og allir aðrir leikir NBA deildarinnar) í beinni útsendingu í gegnum NBA League Pass aðgang.
Aðrar viðureignir munu svo rúlla af stað á morgun með fjórum leikjum í viðbót. Í heildina eru þetta því átta viðureignir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkuð skemmtilegar myndir sem að franski listamaðurinn Asur teiknaði fyrir hvert einvígi fyrir sig.
Í síðsta þætti af NBA podcasti Karfan.is er farið yfir allar viðureignir 16 liða úrslitanna
Einnig viljum við minna spávissa á NBA úrslitakeppni áskorunina sem í kvöld, en hana er að finna hér.
Vesturströndin:
Los Angeles Clippers (4) gegn (5) Utah Jazz
Houston Rockets (3) gegn (6) Oklahoma City Thunder
San Antonio Spurs (2) gegn (7) Memphis Grizzlies
Golden State Warriors (1) gegn (8) Portland Trail Blazers
Austurströndin:
Washington Wizards (4) gegn (5) Atlanta Hawks
Toronto Raptors (3) gegn (6) Milwaukee Bucks
Cleveland Cavaliers (2) gegn (7) Indiana Pacers
Boston Celtics (1) gegn (8) Chicago Bulls