Fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Mest var spennan í Memphis, þar sem að heimamenn í Grizzlies sigruðu San Antonio Spurs eftir framlengdan leik með fallegu skoti miðherjans Marc Gasol. Grizzlies hafa því jafnað einvígið 2-2.

 

 

Marc Gasol drills the game-winner! Series tied 2-2! _x1f525__x1f525__x1f525_

A post shared by Sports Videos (@houseofhighlights) on

 

Atlanta Hawks náðu í sinn fyrsta sigur í einvíginu gegn Washington Wizards. Hawks voru aldrei undir í leiknum og þegar mest lét var forysta þeirra 25 stig. Paul Millsap og Dennis Schroder frábærir fyrir þá, skoruðu samanlagt 56 stig. Það var þó leikstjórnandi Wizards, John Wall sem stal senunni með þessri fallegu hreyfingu. Líklega með fallegri körfum úrslitakeppninnar til þessa.

 

 

Í Portland sigruðu Golden State Warriors heimamenn í Trail Blazers. Golden State virðast nokkuð öruggir áfram úr þessu einvígi, en í gær vantaði einn þeirra besta leikmann í Kevin Durant vegna meiðsla, sem og þjálfara liðsins Steve Kerr vegna veikinda, virtist ekki skipta þá öllu máli. Trail Blazers leiddu þó með um 16 stigum á tímabili í seinni hálfleiknum, en Warriors unnu þann mun niður og sigruðu. 

 

 

Þá jöfnuðu Toronto Raptors einvígi sitt gegn Milwaukee Bucks, 2-2. DeMar DeRozan besti maður vallarins fyrir Raptors, með 33 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Toronto Raptors 87 – 76 Milwaukee Bucks

Einvígið jafnt 2-2

 

Washington Wizards 98 – 116 Atlanta Hawks

Wizards leiða einvígið 2-1

 

San Antonio Spurs 108 – 110 Memphis Grizzlies (eftir framlengingu)

Einvígið er jafnt 2-2

 

Golden State Warriors 119 – 113 Portland Trail Blazers

Warriors leiða einvígið 3-0