Snæfellsnes Excursions og BB & synir bjóða upp á fría rútu á fjórða leik úrslita Keflavíkur og Snæfells, sem fram fer í TM Höllinni í kvöld. Staðan í einvíginu 2-1 fyrir Keflavík, svo það er að duga eða drepast fyrir meistara síðustu þriggja ára í Snæfelli. Brottför er frá Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi kl 15:45.