Hópferðir Sævars bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur upp á fría rútuferð á þriðja leik Keflavíkur og Snæfells, sem er í Stykkishólmi í kvöld. Rútan fer kl. 15:30 frá íþróttahúsinu í Keflavík, en þeir stuðningsmenn sem ætla sér að fara með eru hvattir til þess að senda skilaboð á Ingvihakonarson@gmail.com eða Keflavík Karfa á facebook svo hægt sé að halda utan um þann fjölda sem fer.