Það var ljóst í upphafi tímabils að nýliðaárgangur þessa árs var ekki jafn sterkur og menn höfðu haldið eftir að öruggt var að val Phildelphi 76ers númer eitt, Ben Simmons, myndi ekkert taka þátt. Hinsvegar hefðu kannski færri tippað á það að annarrar umferðar val Milwaukee Bucks, Malcolm Brogdon, yrði í harðri baráttu undir lok tímabils um það að verða valinn besti nýliði ársins.

 

Forsetanum (það sem félagar hans kalla hann) hefur vaxið virkilega ásmegin eftir því sem liðið hefur á tímabilið eftir að hann var valinn númer 36 í nýliðavali síðasta vors. Verið í byrjunarliði Bucks í 26 skipti og er með 10 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst að meðaltali í leik. Einnig hreint frábær skotmaður, með um 40% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna og sýnt af sér fádæma hugrekki þegar hann hefur farið gegn reyndari leikmönnum sóknarlega, eins og sést hér fyrir neðan.

 

Hér treður hann yfir Lebron James:

 

Hérna fer hann yfir Kyrie Irving:

 

Hérna klárar hann leik gegn Boston Celtics:

 

Eins og lið gera venjulega þegar einhver leikmaður þeirra er nálægt því að hreppa einhver verðlaun eða vera valinn í stjörnuleik, þá voru Bucks á leiðinni í auglýsingaherferð fyrir kappann sem nýliða ársins þetta árið, en Brogdon hefur beðið félagið að láta allt slíkt vera. Vill hann frekar að liðið setji peningana í verðug málefni, eins og góðum forseta sæmir.