Lokahóf körfuknattleiksdeildar Hauka var haldið í gær. Á verðlaunaafhendingu félagsins voru Emil Barja og Rósa Björk Pétursdóttir valdir bestu leikmenn, Finnur Atli Magnússon og Þóra Kristín Jónsdóttir þeir mikilvægustu, Hjálmar Stefánsson og Dýrfinna Arnardóttir bestu varnarmennirnir, Kristján Leifur Sverrisson og Ragnheiður Björk Einarsdóttir efnilegustu leikmennirnir og Breki Gylfason og Magdalena Gísladóttir þóttu sína mestu framfarir. Þá fengu Dýrfinna og Finnur verðlaun sem leikmenn ársins að mati stuðningsmanna liðsins. Einnig fékk þjálfari karlaliðs félagsins, Ívar Ásgrímsson, sérstök verðlaun frá stuðningsmannafélagi liðsins, Maníunni, sem skíðamaður ársins.

 

 

 

Verðlaunahafar á lokahófinu

A post shared by Ingvar Thor Gudjonsson (@ingvargudjonsson) on