Við heyrðum í Hauk Helga Pálssyni fyrrum leikmanni Njarðvík og núverandi leikmanni Rouen í Frakklandi og heyrðum í honum hljóðið varðandi veturinn og annað. "Já sem stendur er ég á meiðsla listanum og óvíst hvort ég spili meira á þessu tímabili.  Ég nefbrotnaði í leik fyrir skömmu sem er nú að öllu jöfnu ekki mikið mál. Við bjuggum til grímu en í næsta leik á eftir fékk ég slæmt höfuðhögg og í kjölfarið mikin hausverk.  Þeir vildu því að ég hvíldi mig vel eftir það en svo kom í ljós að ég þurfti að fara í aðgerð á nefinu sem ég á eftir að fara í. Ég þarf að hvíla mig í einhverjar 2 til 3 vikur eftir það þannig að það er óvíst hvort ég nái síðasta leik, nema þá að liðið komist í úrslitakeppnina." sagði Haukur

 

Haukur Helgi sem fyrr segir búin að vera í frönsku Pro-b deildinni með Martin Hermannssyni í vetur og segist hafa líkað nokkuð vel. "Þetta er búið að vera nokkuð fínt og þeir vilja hafa mig áfram hér. Ég hinsvegar stefni hærra og langar að komast í Pro-A deildinna eða jafnvel til Þýskalands ef það væri í boði. Tíminn leiðir það í ljós en ég geri ráð fyrir að vera hér úti áfram eftir þetta tímabil það er nokkuð ljóst." sagði Haukur. 

 

Haukur Helgi sagðist hafa fylgst vel með úrslitakeppninni hérna heima og þá sér í lagi úrslitarimmu KR og Grindvíkinga. "Þetta er búin að vera hörku rimma og gaman að fylgjast með þessu. Oddaleikurinn á morgun verður svakalegur og eitthvað segir mér að Grindavík taki þetta miðað við það sem maður er búin að sjá. Miklu meiri barátta í þeim. En að því sögðu þá er erfitt að fara í vesturbæinn og sækja sigur.  Þeir mega bara ekki gleyma að skjóta síðasta skotinu eins og síðast." sagði Haukur kíminn.