Körfuknattleiksdeild Vals réð í dag Darra Frey Atlason sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.

 

Darri þjálfaði kvennalið KR á leiktíðinni 2015-2016 og var í kjölfarið valinn besti þjálfari 1. deildar af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar.

 

Körfuknattleiksdeild Vals setur markið hátt og stefnir að úrslitakeppni þar sem félagið telur liðið eiga heima. Flestir leikmenn liðsins eiga ár eftir af samningi sínum en allt kapp verði lagt á að styrkja hópinn fyrir komandi átök.

 

Mynd: Darri Freyr Atlason, þjálfari og Lárus Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals (Valur.is)