Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Toronto náðu heimamenn í Raptors yfirhöndinni í einvígi sínu gegn Milwaukee Bucks. Sigur þeirra nokkuð sannfærandi, 25 stig, þar sem að Norman Powell skoraði 25 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst.

 

 

Í Atlanta jöfnuðu heimamenn í Hawks einvígi sitt gegn Washington Wizards. Mikill liðssigur hjá Hawks, þar sem að sjö leikmenn þeirra skoruðu 10 stig eða fleiri.

 

 

Þá eru Golden State Warriors komnir áfram í 8 liða úrslitin, en með sigri á Portland Trail Blazers sigruðu þeir einvígið 4-0. Nokkur vandræði verið á liði Warriors í þessu einvígi, þar sem að bæði einn stjörnuleikmanna þeirra, Kvein Durant, sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr, hafa misst af leikjum. Virtist þó ekki koma að sök. Sigruðu alla fjóra leiki seríunnar nokkuð sannfærandi.

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Milwukee Bucks 93 – 118 Toronto Raptors

Raptors leið einvígið 3-2

 

Washington Wizards 101 – 111 Atlanta Hawks

Einvígi er jafnt 2-2

 

Golden State Warriors 128 – 103 Portland Trail Blazers

Warriors sigruðu einvígið 4-0