Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem San Antonio Spurs töpðu óvænt á heimavelli gegn LA Lakers og Cleveland Cavaliers unnu toppslaginn á austurströndinni gegn Boston Celtics.

Allir 10 liðsmenn Lakers skoruðu í nótt í 95-102 útisigri á Spurs. Tyler Ennis var stigahæstur með 19 stig og 6 stoðsendingar en Tony Parker og Davis Bertans voru báðir með 14 stig í liði Spurs.

LeBron James splæsti í stórleik í uppgjörinu fyrir austan með 36 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í 91-114 útisigri Cavs gegn Celtics. Isaiah Thomas var með 26 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst í liði Boston.

Öll úrslit næturinnar:

Hornets 99-112 Heat
Pistons 102-105 Raptors
Grizzlies 100-103 Thunder
Rockets 110-104 Nuggets
Spurs 95-102 Lakers
Suns 111-120 Warriors
Clippers 112-101 Mavericks

Myndbönd næturinnar