Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stærstu fréttirnar þær að með sigri á Brooklyn Nets hrifsaði Boston Celtics toppsæti austurstrandarinnar af Cleveland Cavaliers, sem glutruðu niður 11 stiga forskoti í fjórða leikhluta leiks síns gegn Miami Heat. Heat eru í baráttunni um áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina við Indiana Pacers og Chicago Bulls, sem bæði unnu leiki sína í nótt. Aðeins einn leikur eftir af tímabilinu hjá þessum liðum og enn getur allt gerst.
Þá batt Utah Jazz enda á fjórtán leikja sigurgöngu Golden State Warriors með 105-99 sigri. Leikmaður Jazz, Rudy Gobert, frábær í leiknum, skoraði 17 stig og tók 18 fráköst. Golden State þó enn í efsta sæti vesturstrandarinnar, en með sigrinum er Jazz nú jafnt Los Angeles Clippers fyrir lokaleik tímabilsins og á enn möguleika á að stela heimavellinum af þeim í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Þá sigraði Portland Trail Blazers lið San Antonio Spurs með þessari laglegu sigurkörfu frá Noah Vonleh.
Indiana Pacers 120 – 111 Philadelphia 76ers
Brooklyn Nets 105 – 114 Boston Celtics
Cleveland Cavaliers 121 – 124 Miami Heat
Orlando Magic 75 – 122 Chicago Bulls
Charlotte Hornets 79 – 89 Milwaukee Bucks
Washington Wizards 105 – 101 Detroit Pistons
San Antonio Spurs 98 – 99 Portland Trail Blazers
Houston Rockets 96 – 125 Los Angeles Clippers
Utah Jazz 105 – 99 Golden State Warriors