Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket eru komnir 2-1 undir í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar eftir erfitt 103-74 tap í þriðja leiknum gegn Uppsala.
 

Jakob var með 2 stig, 1 frákast og 2 stoðsendingar í þessum þriðja leik en fjórða viðureign liðanna fer fram á heimavelli Boras í kvöld þar sem Jakob og félagar verða að vinna til að tryggja sér oddaleik eða að sætta sig við að fara í snemmbúið sumarfrí.