Leikmaður Los Angeles Clippers, Blake Griffin, verður ekki meira með sínum mönnum þessa úrslitakeppnina vegna meiðsla á stóru tá. Þetta er annað árið í röð sem að Blake meiðist í úrslitakeppninni svo illa að hann þurfi að ljúka leik. Clippers leiða sem stendur í 16 liða einvígi gegn Utah Jazz, 2-1.

 

Einhverjar vangaveltur hafa verið með Blake og Clippers liðið í heild í vetur, en ekki þykir ólíklegt að stokkað verði vel upp í hlutunum hjá þeim í sumar. Þar sem að hann, J.J. Redick, Chris Paul og þjálfarinn Doc Rivers hafa allir verið orðaðir eitthvað annað. Spurningin er hvort að við séum að sjá síðustu sekúndur Blake Griffin í Los Angeles Clippers búning hér fyrir neðan?

 

Hérna má sjá þegar Griffin meiðist:

 

 

Sjáanlega er hann óánægður með þetta: