Samkvæmt úrskurði aga og úrskurðarnefndar hefur leikmaður Keflavíkur, Birna Valgerður Benónýsdóttir verið dæmd í eins leiks bann fyrir atvik sem átti sér stað í þriðja leik liðsins gegn Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þar fékk hún dæmda á sig óíþróttmannslega villu og henni í framhaldi meinuð þátttaka í leiknum. 

 

Aga og úrskurðanefnd er kölluð saman um leið og henni berast mál sem þessi þegar að úrslitakeppnin er í gangi, fundaði hún um málið í dag og komst að þessari niðurstöðu, en eins og Karfan.is benti á, þá hefði niðurstaðan getað orðið önnur. Birna mun því ekki vera með Keflavík í fjórða leik liðanna sem fram fer í Keflavík komandi miðvikudag. 

 

Úrskurðinn má lesa hér