Belgíska körfuboltasambandið tilkynnti á dögunum 24. manna landsliðshóp fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta haust. Belgía sem var með Íslandi í riðli í undankeppninni stillir upp sterku liði fyrir mótið en leikmenn úr bestu liðum evrópu eru í hóp. 

 

Belgía er í D-riðli mótsins með Serbíu, Tyrklandi, Rússlandi, Lettlandi og Bretlandi. Riðillinn fer fram í Istanbúl en riðill íslendinga í Helsinki. Belgía leikur æfingaleik við Ísland fyrir mótið í sumar og fer leikinn fram í Laugardalshöll. 

 

 

Hópurinn í heild sinni er hér að neðan:

 

Thomas Akyazili (University of Colorado)
Ismael Bako (Louvain)
Khalid Boukichou (Ostende)
Maxime De Zeeuw (Oldenburg)
Pierre-Antoine Gillet (Ostende)
Amaury Gorgemans (Mons)
Axel Hervelle (Bilbao-ESP)
Ioann Iarochevitch (Charleroi)
Vincent Kesteloot (Ostende)
Elias  Lasisi (Le Portel)
Manu Lecomte (Baylor University)
Matt Lojeski (Olympiakos)
Dorian Marchant (Anvers)
Niels Marnegrave (Charleroi)
Jean-Marc Mwema (Ostende)
Retin Obasohan (Avellino)
Jean Salumu (Ostende)
Loic Schwartz (Charleroi)
Quentin Serron (Gravelines)
Jonathan Tabu (Bilbao)
Olivier Troisfontaines (Alost)
Kevin Tumba (Murcia)
Sam Van Rossom (Valencia)
Hans Vanwijn (Limburg)