Nicolas Batum liðsmaður franska landsliðsins þykir ekki líklegur til að galla sig upp með „Les Blues“ fyrir lokakeppni EuroBasket 2017 en Frakkar eru með okkur Íslendingum í riðli í Helsinki.

Batum segir ákvörðunina þegar hafa verið tekna og hann muni tilkynna hana að loknu tímabilinu sínu í NBA-deildinni. Hann segir að viðbrögðin við ákvörðun sinni verð á þá leið að hann verði talinn málaliði eða heigull.

„Ég hef ekki misst af keppni með Frakklandi frá árinu 2004 og þar með eru talin yngri landsliðin. Ákvörðunin hefur verið tekin og ég mun tilkynna hana að loknu tímabilinu í NBA. Ég verð meðhöndlaður sem málaliði eða heigull en ég á að baki 127 landsleiki og í tvígang var það gegn vilja Portland TrailBlazers og eitt sinn með axlarmeiðsli,“ lét Batum hafa eftir sér en þessi orð hafa verið túlkuð á þann veg að hann muni ekki spila með Frakklandi á EuroBasket 2017.

Allt um EuroBasket2017