Seinni hálfleikur er nú hafinn í leik Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Athygli vekur að Andri Þór Kristinsson er Manuel Rodriquez þjálfara Skallagríms til aðstoðar á varamannabekk Borgnesinga.
Manuel hafði hinn síunga Darrel Flake sér til aðstoðar um mitt tímabil auk þess sem Hanna Þráinsdóttir leikmaður liðsins sem hefur verið meidd hefur verið skráð aðstoðarþjálfari á skýrslu í nokkrum leikum.
Það vekur helst athygli fyrir þær sakir að þetta er fjórða liðið sem Andri þjálfar eða aðstoðar á tímabilinu. Hann hóf tímabilið sem þjálfari Hamars í 1. deild karla en var látinn taka pokann sinn í janúar síðastliðinn. Þá réð hann sig inn sem aðstoðarþjálfara Lárusar Jónssonar með 1. deildar lið Breiðabliks auk þess sem hann aðstoðaði Hildi Sigurðardóttir með Breiðablik í 1. deild kvenna.
Andri hefur því verið á þjálfaraflandri síðustu misserin og komið víða við. Hann var gestur í podcasti Karfan.is fyrr í vetur þar sem hann tjáði sig um þjálfaraferilinn og fleira.