Ægir Þór Steinarsson sem leikur með San Pablo Burgos í spænsku B-deildinni átti gjörsamlega geggjaðan leik fyrir liðið í 31. umferð deildarinnar. 

 

Burgos mætti þá Calados Robursta sem er í næstneðsta sæti deildarinnar og unnu Ægir og félagar 100-89 sigur. Ægir endaði með frábæra tvennu þar sem hann skilaði 11 stigum, 13 stoðsendingum og 8 fráköstum auk þess að vera með 71% skotnýtingu. Hann daðraði þar með við þrefalda tvennu og var langbesti maður vallarins. Stuðningsmenn Burgos voru ánægðir með sinn menn eins og sjá má á twitterfærslu hér að neðan:

 

 

Burgos er í þriðja sæti deildarinar einungis einum sigri frá efstu tveimur liðium þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 

 

Mynd / Cbmiraflores.com