Grindavík tekur á móti KR í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Mustad Höllinni kl. 19:15 í kvöld. KR sigraði fyrsta leik liðanna nokkuð örugglega á heimavelli og nú er komið að Grindavík að gera slíkt hið sama. KR sigrað allar þrjár viðureignir liðanna í vetur með um 20 stiga mun að meðaltali. Eini leikur liðanna sem var jafn og spennandi var einmitt eini leikurinn sem þau spiluðu í Grindavík. Hann vann KR aðeins með 2 stigum.

 

Hérna er yfirlit yfir úrslitin

 

Leikur dagsins

 

Úrslitaeinvígi Dominos deildar karla:

Grindavík KR – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

KR leiðir einvígið 1-0