Í gær komst Valur aftur upp í úrvalsdeild karla eftir sigur á Hamri í oddaleik um sætið. Frá því að úrslitakeppnin var fyrst sett á árið 1995 er Valur það lið sem að hefur oftast komist upp eða í heil sex skipti. Í tvö þessara skipta var það eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn og þar með beina leið upp (1997, 2002) en í fjögur skipti hafa þeir unnið sig upp í gegnum úrslitaakeppni (2000, 2011, 2013, 2017) Líkt og þetta árið, sigruðu þeir einnig Hamar í úrslitum síðast þegar að þeir komu upp árið 2013.

 

Ljóst er að verkefni Vals að halda sér í úrvalsdeildinni er stórt. Sex af tíu síðustu félögum sem að komu upp í úrvalsdeildina hafa farið niður aftur. Einhver von er þó fyrir nýliðana. Því eins og sést hefur nokkrum þessara liða tekist að komast í fremstu röð. Tindastóll, Haukar og Þór hafa öll leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðan að þau komu síðast upp.

 

2016 – Þór Akureyri (er í úrvalsdeild)

2016 – Skallagrímur (féll aftur)

2015 – Höttur (féll aftur)

2015 – FSu (féll aftur)

2014 – Tindastóll (er í úrvalsdeild)

2014 – Fjölnir (féll aftur)

2013 – Haukar (er í úrvalsdeild)

2013 – Valur (féll aftur)

2012 – KFÍ (féll aftur)

2011 – Þór (er í úrvalsdeild)

 

Hérna er meira um sögu 1. deildar karla