Fimm leikir fóru fram í Euroleague í gærkvöldi þar sem risarnir Barcelona og CSKA Moskva urðu bæði að fella sig við ósigur. Barcelona lá gegn Zalgiris Kaunas 89-85 og Fenerbache hafði 77-71 sigur gegn CSKA Moskvu.

Lukas Lekavicius var stigahæstur í liði Kaunas í sigrinum gegn Barcelona með 17 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar en Juan Carlos Navarro var með 17 stig og 4 stoðsendingar hjá Börsungum.

Ekpe Udoh gerði 15 stig og tók 11 fráköst í sigri Fenerbache gegn CSKA Moskvu en Nando De Colo var með 23 stig og 4 stoðsendingar fyrir strákana úr höfuðstað Rússlands.

Öll úrslit gærkvöldsins í Euroleague

Olympiacos 90-75 Unics Kazan
Fenerbache 77-71 CSKA Moskva
Zalgiris Kaunas 89-85 Barcelona
Brose Bamberg 90-75 Maccabi Tel Aviv
Armani Milan 89-87 Darussfaka Istanbul

Þá eru þrír leikir á dagskránni í kvöld í Euroleague:

Galatasaray-Panathinaikos
Baskonia Vitoria Gasteiz – Real Madrid
MTS Belgrade – Efes Istanbul

 

Mynd/ Euroleague: Lukas Lekavicius setti 17 stig á Barcelona í gær.