Ísraelska liðið Maccabi FOX Tel Aviv hefur leyst Sonny Weems undan samningi en liðið tilkynnti þetta opinberlega í gær. Weems sem samdi við ísraelska liðið í sumar til tveggja ára leiddi Maccabi í stoðsendingum þessa vertíðina í Euroleague og var næststigahæstur með 11,6 stig að meðaltali í leik í 19 leikjum í Euroleague.

Maccabi er að eiga eitt af sínum verri árum í meistaradeildinni en liðið er eins og stendur í 14. sæti með 7 sigra og 13 tapleiki. Þetta bætir gráu ofan á svart hjá Maccabi þar sem Weems var fyrir ekki svo löngu útnefndur leikmaður vikunnar í 16. umferð Euroleague. 

Í yfirlýsingu félagsins segir að vegna óvæntra atburða eins og einkamála leikmannsins hafi verið ákveðið að láta hann lausann undan samningi sínum. Weems hefur áður leikið fyrir Zalgiris Kaunas og CSKA Moskvu en frekari tíðindi af næsta áfangastað leikmannsins hafa ekki borist.

Í kvöld er fjöldi leikja í Euroleague en að þessu sinni er deildarfyrirkomulag á Euroleague þar sem átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Maccabi er nokkuð fjarri þeim raunveruleika eins og sakir standa. 

Leikir kvöldsins í Euroleague:

Unics Kazan – Olympiacos
Fenerbache – CSKA Moskva
Zalgiris Kaunas – Barcelona
Brose Bamberg – Maccabi Tel Aviv
Galatasary – Panathinaikos
Baskonia Vitoria – Real Madrid
Crvena Belgrade – Anadolu Efes

Staðan í Euroleague 
REGULAR SEASON, ROUND 20, JANUARY 26-27, 2017

Group Regular Season W L PTS+ PTS- +/-
1. Real Madrid 15 5 1738 1601 137
2. CSKA Moscow 15 5 1751 1590 161
3. Olympiacos Piraeus 14 6 1583 1487 96
4. Fenerbahce Istanbul 13 7 1544 1522 22
5. Crvena Zvezda mts Belgrade 12 8 1497 1453 44
6. Baskonia Vitoria Gasteiz 12 8 1619 1583 36
7. Panathinaikos Superfoods Athens 11 9 1497 1473 24
8. Darussafaka Dogus Istanbul 10 10 1579 1581 -2
9. Anadolu Efes Istanbul 9 11 1645 1657 -12
10. Zalgiris Kaunas 8 12 1564 1613 -49
11. FC Barcelona Lassa 8 12 1447 1514 -67
12. Brose Bamberg 7 13 1578 1592 -14
13. Unics Kazan 7 13 1533 1609 -76
14. Maccabi FOX Tel Aviv 7 13 1552 1641 -89
15. EA7 Emporio Armani Milan 6 14 1638 1756 -118
16. Galatasaray Odeabank Istanbul 6