Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og eftir að þeir félagara Curry og Klay settu 17 þrista met saman í fyrri nótt héldu Splash-bræður og félagar veislunni áfram þegar þeir skelltu LA Clippers 120-133 í Staples Center! 

Steph Curry gerði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Warriors en Kevin Durant bætti við 26 stigum, 8 fráköstum og 10 stoðsendingum og þá var Klay Thompson með 21 stig og 7 fráköst. 

Bæði Los Angeles-liðin lágu í nótt þar sem Wahsington lagði Lakers 116-108. Johan Wall setti 33 stig og gaf 11 stoðsendingar í liði Washington en Jordan Clarkson kom með 20 stig af bekknum hjá Lakers og annað kvöldið í röð var D´Angelo Russell með tvennu, 17 stig og 11 stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar

Washington 116-108 Lakers
Houston 108-113 Atlanta
San Antonio 102-86 Philadelphia
LA Clippers 120-133 Golden State Warriors

Topp 5 tilþrif næturinnar