Heil umferð er í dag í Dominos deild kvenna. Heitasta lið landsins, Skallagrímur, er eitt á toppi deildarinnar og búnar að vinna sjö leiki í röð. Mikilvægt fyrir þær að klára sinn leik gegn Haukum í Schenker höllinni, því annars eiga þær á hættu að þurfa að deila toppsæti sínu með Keflavík eða Snæfell aftur.
Einnig er baráttan um sæti í úrslitakeppninni til staðar þar sem að, eftir skelfilega byrjun á mótinu, Valur er að sækja í sig veðrið og gætu með hagstæðum úrslitum, líkt og Njarðvík, verið aðeins 4 stigum frá úrslitakeppninni að degi loknum.
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna:
Grindavík Valur- kl. 19:15
Keflavík Njarðvík- kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Stjarnan Snæfell- kl. 19:15
Haukar Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Haukar Tv