Veðrið var ekki gott í dag en Vestramenn létu það ekki á sig fá og með mikilli skynsemi og stoppum þar sem þess þurfti vegna veðurs náðu þeir á Skagann í tæka tíð til að spila við heimamenn í ÍA.  Þetta var þó bara byrjunin á rúmlega 3.000 km. ferðalagi þeirra Vestramanna þessa helgina en ferðin byrjar alla vega vel hjá þeim, enda alltaf gott að koma á Akranes.

 

Leikurinn í hnotskur

 

Leikurinn í kvöld var jafn nánast allan tíman, Vestramenn voru þó mestan hluta leiksins í bílstjórasætinu en heimamenn fengu stundum að prófa að stýra en aldrei lengi og voru meira og minna að eltast við gestina.  Þrátt fyrir góð tækifæri heimamanna til að ná leiknum í sína stjórn náðu gestrirnir á endanum að fara með sigur að hólmi.  Lokatölur á Akranesi í kvöld 67 – 76 fyrir Vestra.

 

Maðurinn

 

Hinrilk Guðbjartsson.  Af hverju?  Kannski af því að hann skoraði 24 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og stjórnaði leik Vestra af stakri prýði. Það er nákvæmlega þess vegna sem hann var maðurinn í kvöld.

 

Leikurinn í tölum

 

Körfubolti er svo miklu meira en bara lokatölurnar, þótt þær dugi fyrir suma.  En fyrir þá sem vilja meira þá má glugga í ítarlegri tölfræði hér 

 

 

Texti: HGH

Mynd/ir: Jónas H. Ottósson