Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. Þar sigraði Valur Hött á Egilsstöðum í spennandi leik. Eftir leikinn er Valur því enn í 3. sæti deildarinnar, en nú aðeins einum sigurleik frá Fjölni í öðru sætinu og þrem frá toppliði Hattar í fyrsta sætinu. Valur á tvo leiki til góða á bæði liðin og var sigurinn í kvöld því einkar mikilvægur fyrir þá í þessari baráttu sem þessi þrjú efstu lið eru í um efsta sæti deildarinnar.
Úrslit kvöldsins
1. deild karla:
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Aaron Moss með 32 stig, 20 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Reykjavík var það Urald King sem að dróg vagninn með 16 stigum og 14 fráköstum.