Grindavík er enn í leit að sigri á nýju ári en í kvöld fékk liðið Valskonur í heimsókn. Valur sem vann Stjörnuna í síðasta leik hélt uppteknum hætti í kvöld með öruggum sigri á botnliði Grindavíkur.

 

Grindavík byrjaði mun betur í kvöld og komst í 9-2 strax í upphafi. Ari Gunnarsson þjálfari Vals tók leikhlé um miðbik fyrsta leikhluta og við það snerist leikurinn í hendurnar á Val. Munurinn varð rúmlega tíu stig í öðrum leikhluta og áttu Grindvíkingar engin svör við spilamennsku gestanna. 

 

Munurinn var mest 35 stig í seinni hálfleik í stöðunni 55-90 fyrir Val sem hreinlega völtuðu yfir heimakonur í seinni hálfleik. Lokastaðan í leiknum var 64-92 Val í vik en allir leikmenn liðsins léku fimm mínútur eða meira. 

 

Hvorki gengur né rekur hjá Grindavík en þær eru enn án erlends leikmanns þar sem Angela Rodriquez hefur enn ekki fengið atvinnuleyfi vegna vandræða með pappíra frá fyrrum félagi sínu. Grindvíkingar hafa nú tapað átta leikjum í röð og leika gegn Snæfell í næstu umferð í Stykkishólmi. 

 

Valur er einungis tveim stigum frá fjórða sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni og nálgast Stjörnunna sem virtust vera að koma sér vel fyrir í því sæti. Mia Lloyd lék frábærlega að vanda fyrir Val með 25 stig, 17 fráköst og 50% skotnýtingu. 

 

Tölfræði leiksins

 

Grindavík-Valur 64-92 (15-24, 18-18, 14-30, 17-20)

Grindavík: Ingunn Embla Kristínardóttir 15/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 8, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 6, Lovísa Falsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 3, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.

 

Valur: Mia Loyd 25/17 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 12/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Gu?björg Sverrisdóttir 10/7 fráköst, Berg?óra Holton Tómasdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/5 fráköst, Elfa Falsdottir 3, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0

 

Mynd / Torfi Magnússon