Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld en kl. 18.30 mætast KR og Fjölnir í 1. deild kvenna og kl. 20:30 mætast KR og Haukar í undanúrslitum drengjaflokks í bikarnum. Þar skýrist hvort liðið mætir Stjörnunni í úrslitum í Laugardalshöll.

Í 1. deild kvenna eru það 6 stig sem skilja að KR og Fjölni. KR í 3. sæti með 6 stig en Fjölnir á botni 1. deildar án stiga. Leikurinn fer fram í DHL-Höllinni líkt og bikarleikurinn í drengjaflokki svo það verður tvíhöfði í Vesturbænum.