Elvar Már Friðriksson skilaði enn einum stórleiknum fyrri Barry Bucs í gærkvöldið þegar liðið sigraði Embry Riddle 113:102 í síðasta deildarleik liðsins í deildinni.  "Ísmaðurinn" eins og þeir kalla hann ytra, setti niður heil 37 stig, sendi 9 stoðsendingar og bætti við það einum 5 fráköstum.  Hreint ótrúlegar tölur ef talað sé um háskólaboltann þó svo að um D2 skóla sé að ræða.    Elvar hittir úr 8 af 14 þriggjastiga skotum sínum og  heildina hitti hann úr 11 af 18 skotum sínum í leiknum.  Svo setti hann niður 7 af þeim 8 vítum sem hann krækti sér í. 

 

Barry lauk tímabliið með 21 sigri og 5 tapleikjum í vetur. 

 

Sunshine State Conference úrslitakeppnin, ef svo má kalla hefst þann 1. mars og þá spila Barry gegn Florida Tech háskólanum, eða þeim skóla sem Valur Orri Valsson mun hefja leik á næsta tímabili.