Síkið iðar í kvöld því þar fer fram toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Domino´s-deild karla. Stjarnan vermir 2. sæti deildarinnar um þessar mundir með 26 stig en Tindastólsmenn eru í 3. sæti með 24 stig. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með 8 stiga mun svo það er einnig athyglisverð innbyrðis viðureign í boði í kvöld.

Viðureign Tindastóls og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en Garðbæingar hafa ekki unnið deildarleik í Síkinu síðan 2012! Tindastólsmenn hafa unnið tvo síðustu deildarleiki liðanna í Síkinu, á síðustu leiktíð 79-68 og 91-82 á þarsíðustu leiktíð. Alls eru deildarviðureignir þessara félaga orðnar níu talsins frá upphafi og hafa heimamenn á Sauðárkróki unnið fimm þeirra en Stjörnumenn fjóra.

En þetta er ekki upptalið fyrir kvöldið, það eru einnig þrír leikir í unglingaflokki karla og einn leikur í 3. deild karla.

Allir leikir dagsins

20-02-2017 18:00

  Unglingaflokkur karla Keflavík ungl. fl. dr.   Haukar ungl. fl. dr. TM höllin
20-02-2017 18:30 Unglingaflokkur karla KR ungl. fl. dr.   Grindavík ungl. fl. dr. DHL-höllin
20-02-2017 19:15 Úrvalsdeild karla Tindastóll   Stjarnan Sauðárkrókur
20-02-2017 19:30 3. deild karla Þór Þ. b   ÍA b Icelandic Glacial höllin
20-02-2017 20:00 Unglingaflokkur karla Höttur ungl. fl. dr.   Njarðvík ungl. fl. dr. Egilsstaðir

Staðan í Domino´s-deild karla

 
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 14/4 28
2. Stjarnan 13/4 26
3. Tindastóll 12/5 24
4. Þór Þ. 10/8 20
5. Grindavík 10/8 20
6. Keflavík 9/9 18
7. Þór Ak. 9/9 18
8. Njarðvík 9/9 18
9. ÍR 8/10 16
10. Skallagrímur 7/11 14
11. Haukar 6/12 12
12. Snæfell 0/18 0

Mynd/ Hlynur Bæringsson og Garðbæingar eiga stórleik fyrir höndum í kvöld þegar þeir halda norður í Síkið á Sauðárkróki.