Heil umferð er í Dominos deild kvenna í dag. Spennan við topp deildarinnar gríðarleg þennan daginn þar sem að liðin sem deila toppsætinu, Skallagrímur og Snæfell, mætast í Borgarnesi. Rétt rúm vika síðan að þessi lið mættust í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem að Skallagrímur fór með sigur af hólmi eftir æðisgenginn leik.

 

Einnig er toppslagur í 1. deildinni þar sem að Þór tekur á móti Breiðablik á Akureyri. Fyrir leikinn er Þór 2 stigum fyrir ofan Breiðablik í öðru sætinu, sem og eiga þær leik til góða. 

 

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Njarðvík Valur – kl. 15:30

Grindavík Haukar – kl. 16:30

Keflavík Stjarnan – kl. 16:30

Skallagrímur Snæfell – kl. 16:30 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

 

1. deild kvenna:

Þór Akureyri Breiðablik – kl. 16:00