Þrátt fyrir gríðarlegt magn af snjó þá er fátt sem stoppar körfuboltann þessi dægrin. Þrír leikir fara fram í 1. deild karla í dag en einungis nokkrar umferðir eru eftir af deildinni. 

 

Höttur sem er enn í efsta sæti deildarinnar fá Vestra í heimsókn en ísfirðingar eru í gríðarlegri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Svipað er uppá teningnum á Hlíðarenda þar sem Valsmenn geta hoppað uppí annað sæti með sigri á Hamri sem er einnig í baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

 

Tvö neðstu lið deildarinnar mætast svo er Ármann tekur á móti ÍA en Ármann er enn á sigurs í deildinni en ÍA á enn möguleika á að klífa örlítið ofar í deildinni með góðum endasprett. 

 

Staðan í 1. deild karla fyrir leiki dagsins

1. deild karla

 

Ármann – ÍA kl 16:00

Höttur – Vestri kl 17:00

Valur – Hamar kl 19:30