Tindastóll sem stendur í þriðja sæti deildarinnar mættu í Stykkishólm til fundar við Snæfellsmenn. Eftir fyrsta leikhluta má segja að Snæfellingar hafi sýnt að þeir ætla sér að berjast eins og þeir geta fram til síðasta dropa en staðan var 23-25 fyrir gestina að norðan. Antonio Hester var hins vegar ekkert á því að hleypa þessu í eitthvað vesen og sallaði niður svona eins og 30 stigum í fyrri hálfleik og fór ekkert fyrir honum utan tvær troðslur.

 

Tindastólsmenn voru komnir algjörlega við stýrið, og leiddu 34-51 í hálfleiknum og tóku annan leikhluta 26-11 sem virkaði eins og sunnudagsísrúntur út á Granda en hin háa pressa skilaði þeim mörgum stigum í pottinn og voru þeir búnir að græða 18 stig eftir tapaða bolta Snæfells.

 

Eins og segir einhversstaðar þá var nóg af stigum í pottinum J þegar seinni hálfleikur hófst. Lítið annað að segja en að Tindastólsmenn voru allsráðandi í leiknum og þriðji leikhluti þeirra 28-14 með 12 stig eftir tapaða bolta Snæfells og settu einfaldlega niður þristana á móti svæðisv-rn Snæfells þegar þeir prufuðu hana. Send var út leitarsveit til að finna Covile en hann var týndur í leiknum og náði aldrei að setja mark sitt á leik Snæfells og er í raun vonbrigði á meðan aðrir reyndu fram í rauðan dauðan. Einstaklingsframtakið og tilviljanakenndur sóknarleikur kom of oft við sögu þegar í harðbakkan sló og græddu Snæfellingar ekkert á slíku.

 

Þáttaskil leiksins voru klárlega annar leikhluti þar sem vörn og pressa Tindastóls virkaði feiknar vel og Snæfellsmenn misstu boltann trekk í trekk og nýttu gestirnir sér það vel í vil.  Þetta gerðu þeir svo áfram í leiknum þar sem þeir uppskáru stórsigur 59-104.

 

Hetja leiksins var klárlega Antonio Hester með tögl og haldir og engin á vellinum réði við dreng sem endaði með 43 stig, 11 fráköst og +/- upp á 51.

 

Í tölum talið var fátt um ræða nema 27 tapaða bolta Snæfells og að annarsstaðar á vellinum voru gestirnir með yfirráð og ekkert til að taka sem skilgreindi tap og sigur í leiknum. Hjá Snæfelli voru allir aðrir en Covile að gera eitthvað, bara eitthvað. Andrée Fares endaði með 16 stig og Árni Elmar með 12 stig fyrir Snæfell. Hjá Tindastóli kom Pétur Rúnar á hæla Antonio með 20 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta og ætti að sneið af hetju leiksins sem hann fær hér með helming af.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins (Í vinnslu)

 

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín.