Fimm leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Úrslit kvöldsins að mestu eftir bókinni, nema kannski í Hertz Hellinum í Breiðholti þar sem að ÍR unnu Þór frá Akureyri. Leikirnir þó nokkuð spennandi, þar sem að Snæfell leiddi mest megnis gegn Grindavík, Skallagrímur byrjaði leik stórkostlega gegn Stjörnunni og leikur Keflavíkur og Hauka var spennandi allt fram til lokamínútnanna.

 

Þá var einn leikur í 1. deildinni þar sem að Valur lögðu heimamenn í FSu í miklum spennuleik. Valur heldur spennunni við toppinn í 1. deildinni því lifandi.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild karla:

Stjarnan 83 – 80 Skallagrímur 

Snæfell 80 – 88 Grindavík 

Keflavík 76 – 68 Haukar

ÍR 100 – 78 Þór Akureyri

Tindastóll 83 – 76 Þór Þ 

 

1. deild karla:

FSu 76 81 Valur