Kristófer Acox hefur heldur betur slegið í gegn hjá Furman í háskólaboltanum á tímabilinu. Hann er með 12,7 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í 24 leikjum. Auk þess var hann valinn leikmaður vikunnar í SoCon deildinni í lok janúar. 

 

Kristófer átti frábæra innkomu í íslenska landsliðið í undankeppninni og hefur gefið það út að hann gefi kost á sér fyrir Eurobasket 2017 í Finnlandi. Klárt er að Kristófer hefur sýnt gríðarlegar framfarir a lokaári sínu hjá Furman og spennandi að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur næst.

 

Myndband af tilþrifum hans á tímabilinu má sjá hér að neðan en kauði kann að troða boltanum.