Þóra Kristín Jónsdóttir var valinn leikmaður leiksins gegn Keflavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í unglingaflokki. Þóra stjórnaði liði Hauka eins og herforingi sem tapaði fyrir Keflavík í meistaraflokki í vikunni og því sagði hún að þessi sigur hefði verið enn sætari. Þóra sagði áræðni og góðan varnarleik hafa skipt sköpum í leiknum.
Viðtal við Þóru rétt eftir leik má finna hér að neðan:
Mynd og viðtal / Ólafur Þór Jónsson