Það mun vera Þór sem að mætir KR í úrslitum Maltbikarkeppni karla, en það eru einmitt sömu lið og léku til úrslita í fyrra. Þá hafði nokkuð örugglega betur og hafa þeir því titil að verja komandi laugardag. Báðir fóru undanúrslitaleikirnir fram í kvöld, en í þeim fyrri sigraði KR lið Vals og rétt í þessu, í seinni leiknum, var Þór að sigra Grindavík. Úrslitaleikurinn fer fram kl. 16:30 í Laugardalshöllinni og er í beinni útsendingu á RÚV.

 

 

Úrslit dagsins

KR 72 – 67 Valur

Þór 106 98 Grindavík