NBA Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans

 

Í þessari nýjustu útgáfu af NBA Podcasti Karfan.is er farið yfir nýútgefna kraftröðun á liðum deildarinnar þar sem að Golden State Warriors eru efstir. Spáð er í því hvað þessi næst bestu lið þurfi að gera til þess að eiga einhvern möguleika. Einnig er spáð í því hvað þau lið sem eiga enga möguleika þetta árið þurfi að gera til þess að þau fái að vera með í úrslitakeppninni á næstu árum. 

 

Marcin Gortat deginum er fagnað, spáð er í því afhverju Isaiah Thomas sé með svona rosalega mikla minnimáttarkennd og afhverju leikmenn Los Angeles Lakers séu alltaf að snúa upp á þumla sína?

 

Það skal tekið fram að upptaka þáttarins fór fram áður en að þriggja stiga og troðslukeppni stjörnuleikshelgarinnar fór fram og harma þáttastjórnendur mjög hversu rangir spádómar um þær útkomur voru.

 

Umsjón: Davíð Eldur, Ólafur Þór og Sigurður Orri.

 

Yfirlit:

00:30 – Yfirferð yfir stöðu liðanna í deildinni

1:00:40 – Farið yfir leikmannamarkaðinn

1:09:25 – Farið yfir All Star helgina