Kristófer Acox fór mikinn um helgina þegar hann lék sinn síðasta heimaleik fyrir Furman í bandaríska háskólaboltanum. Þar setti hann persónulegt met með 25 stig í sigurleik en hann komst líka í eftirsóknaverðan klúbb þar sem hann rauf 1000 stiga múrinn fyrir skólann. 

Stigin verða fleiri en 1000 á endanum þar sem Furman bíður sjálf úrslitakeppnin í SoCon riðlinum sem hefst á næstunni. Aðeins 41 leikmaður í sögu skólans hafði náð þessum áfanga svo Kristófer varð 42. í röðinni til að rjúfa 1000 stiga múrinn. Og þúsundasta stigið…það kom með troðslu að sjálfsögðu!