Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Flest voru úrslitin eftir bókinni. Meistarar Cleveland Cavaliers sigruðu lið New York Knicks í leik þar sem að Lebron James náði þeim merka áfanga að verða yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til þess að rjúfa 28 þúsund stiga múrinn. Þá setti þjálfari San Antonio Spurs, Greg Popovich, einnig met í nótt. Með sigri liðs síns á Denver Nuggets er Pop nú sá þjálfari sem hefur sigrað flesta leiki með einu og sama liði í deildinni.

 

Nokkuð óvænna var þó tap besta liðs deildarinnar, Golden State Warriors gegn Sacramento Kings. Þar sem að vandræðagemlingurinn DeMarcus Cousins var frábær fyrir Kings með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Leikmaður Warriors, Draymond Green meiddist í leiknum, körfuboltaheimurinn tók andköf, en hann kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Stephen Curry fékk svo gullið tækifæri til þess að klára leikinn á lokametrunum, en honum brást bogalistin.

 

 

Draymond Green lenti illa snemma í leiknum:

 

Leikmaður Warriors, Stephen Curry, klúðrar kjörnu tækifæri í lok leiksins:

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar

Pelicans 91 – 105 Wizards

Magic 86 – 113 Hawks

Pistons 84 – 105 Pacers

76ers 102 – 125 Heat

Cavaliers 111 – 104 Knicks

Hornets 98 – 105 Jazz

Bucks 137 – 112 Suns

Nuggets 97 – 121 Spurs

Grizzlies 107 – 99 Timberwolves

Warriors 106 – 109 Kings