Snæfell sigraði Keflavík 62-57 í 21. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum færist Snæfell því upp í 1.-2. sætið með Skallagrím á meðan að tap fyrir Keflavík setur þær í 3. sætið, einum sigurleik fyrir aftan toppliðin.

 

Liðin höfðu í tvígang mæst í vetur. Í báðum leikjum hafði Snæfell sigur. Miðað við gengi Keflavíkur í vetur mætti því halda fram að Snæfell væri með ákveðið tak á þeim þennan veturinn. Allt í allt höfðu Snæfell unnið 9 af síðustu 10 leikjum sínum gegn Keflavík.

 

 

Kjarninn

Fyrri hálfleikurinn var eilítið kaflaskiptur. Það voru gestirnir úr Stykkishólmi sem að byrja betur, áður en Keflavík svo tekur öll völd á vellinum. Eftir fyrsta leikhlutann voru heimastúlkur með 8 stiga forystu, 10-18. Á fyrstu mínútum annars leikhlutans ná Snæfellsstúlkur svo, hægt, en örugglega að vinna niður þennan mun. Þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik var Keflavík þó enn með forystuna, 29-28.

 

Atkvæðamestar í fyrri hálfleik leiksins voru, fyrir Keflavík, Birna Valgerður með 11 stig og Snæfell, Aaryn Ellenberg-Wiley með 14.

 

Í byrjun seinni hálfleiksins virtust heimastúlkur ná að vera skrefinu á undan. Slæmur kafli undir lok hlutans leiðir þó af sér að þær missa forystuna til gestanna fyrir lokaleikhlutann, 45-47. 

 

Lokahlutinn

Sóknarlega byrjaði Keflavík 4. leikhlutann alveg hræðilega. Heppilega, þá voru gestirnir heldur ekki að gera neinar rósir á þessum mínútum. Snæfell nær ekki að skora körfu í leikhlutanum fyrr en það eru 4 mínútur liðnar af honum. Keflavík hinsvegar nær ekki að koma boltanum í körfuna. Á þessum tíma nær Snæfell að byggja sér upp smá forystu, 6 stig þegar mest lætur. Keflavíkurstúlkur ná þó að saxa á það og loks jafna leikinn 53-53 með laglegum þrist frá Ariana Moorer þegar um 1:30 eru eftir. Lengra komust þær þó ekki. Gunnhildur Gunnarsdóttir svarar um leið með þrist og kemur stöðunni í 53-56. 

 

Á lokametrunum fengu Keflavíkurstúlkur nokkur tækifæri til þess að jafna leikinn aftur, en allt kom fyrir ekki. Snæfell sigraði að lokum með 62 stigum gegn 57.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Fráköst eru mikilvæg. Snæfell tóku 42 fráköst í leik kvöldsins á móti aðeins 31 hjá Keflavík.

 

Stáltaugar

Undir lok leiksins reyndu Keflavíkurstúlkur hvað þær gátu til þess að hrifsa forystuna aftur af Snæfell. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem var stigalaus fyrir það í leiknum, skorar risastóra þriggja stiga körfu þegar rétt rúm mínúta var eftir, sem og hittu hún og Aaryn Ellenberg-Wiley úr öllum 8 vítaskotum sínum á þessum síðustu 2 mínútum leiksins. Það ætti venjulega að vera erfitt að ná meisturum síðustu þriggja ára ef þær leiða undir lokin, en með þessar stáltaugar (nýtingu) þá er það hreinlega ómögulegt.

 

Hetjan

Leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley, var besti leikmaður vallarins í kvöld. Skoraði 29 stig, tók 9 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum á þeim 39 mínútum sem að hún spilaði í leiknum.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir / SBS