Þegar sex umferðir eru eftir af Dominos deild kvenna eru línur farnar að skírast á nokkrum vígvöllum. Eftir leiki dagsins tryggðu efstu þrjú liðin sér sæti í úrslitakeppninni sem hefst að lokinni deildarkeppni. 

 

Snæfell vann sigur á Skallagrím í Borgarnesi en þrátt fyrir það eru bæði lið með tryggt sæti í úrslitakeppni þar sem Keflavík vann Stjörnuna sem er enn í fjórða sæti. Njarðvík vann svo Val sem er í fimmta sæti sem komst þar með ekki nær úrslitakeppninni. Það munar því 14 stigum á þriðja og fimmta sæti þegar 12 stig eru í pottinum. 

 

Ljóst er að Skallagrímur, Snæfell og Keflavík munu því leika í úrslitakeppninni en hvernig liðin raðast upp er alls óvíst en liðin hafa skipst á að vera í efsta sætinu allt tímabilið. Stjarnan er með sex stiga forystu á Val og Njarðvík í fjórða sæti og því líklegasta liðið til að fylgja hinum þrem í úrslitakeppnina. 

 

Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hefst 28. mars næstkomandi og komið á hreint að að minnsta kosti tvö vesturlandslið verða með þegar hún hefst. Skallagrímur hefur aldrei tekið þátt í úrslitakeppninni síðan hún var sett á laggirnar og þá er Keflavík að komast aftur þangað eftir að hafa misst af henni á síðasta tímabili. Snæfell aftur á móti er nú búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð. 

 

Mynd / Ómar Örn Ragnarsson