Einn leikur fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Í honum sigruðu heimastúlkur í Snæfell lið Grindavíkur nokkuð örugglega. Snæfell heldur því enn í við Keflavík og Skallagrím við topp deildarinnar á meðan að Grindavík er enn í neðsta sætinu.
Í 1. deild karla voru svo fjórir leikir. Þar er baráttan bæði hörð við topp deildarinnar um efsta sætið, sem að gefur beina leið í deild þeirra bestu að tímabili loknu, en einnig um 5. sæti deildarinnar, þar sem að 2.-5. sætið leika til úrslita um hitt sætið í Dominos deildinni á næsta tímabili.
Í fyrsta leik dagsins vann Valur Breiðablik, en þau lið eru bæði nokkuð örugg með að vera með í úrslitakeppninni að tímabili loknu. Þá sigraði Fjölnir neðsta lið deildarinnar, Ármann og halda þeir því í vonina um að ná að gera einhverja atlögu að efsta sætinu í lokaumferðunum. Eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, 4 stigum fyrir neðan Hött í efsta sætinu. Höttur sigraði Hamar í Hveragerði, í nokkuð spennandi leik. Hamar sem áður í 5.-6. sæti deildarinnar, deila því sæti eftir umferðina með Vestra, sem vann FSu á Selfossi.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild kvenna:
1. deild karla: