Brynjar Þór Björnsson fyrirliði Íslandsmeistara KR og leikmaður íslenska landsliðsins verður með skotbúðir í vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkur. Skotbúðirnar hefjast mánudaginn 20. febrúar og standa yfir í tvo daga. Búðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9 – 16 ára og er markmið búðanna að skjóta sem flestum skotum en jafnframt bæta strokuna sína enn frekar.

 

Brynjar Þór hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar í vetur fyrir krakka sem langar að bæta sig ásamt því að bjóða upp á hádegistíma fyrir áhugamenn um körfubolta. Hafa móttökurnar verið frábærar og er greinilegt að ungir jafnt sem aldnir eru ólmir í að komast í körfubolta. 

 

 

 

 

Allar frekari upplýsingar um tímasetningu, verð og skráningu er að finna hér fyrir neðan og á facebook.