Fimm leikjum er lokið í Dominos deild karla og eftir kvöldið eru einungis fimm umferðir eftir í deildinni. Sautjándu umferð lýkur svo annað kvöld þegar Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn.
Keflavík sótti gríðarlega mikilvægan sigur til Grindavíkur og hefur liðið nú innbyrgðisviðureignina á Grindavík sem gæti reynst mikilvægt þar sem einungis tveim stigum munar á liðunum. KR vann svo reykjavíkurslaginn nokkuð örugglega.
Í Þorlákshöfn var það heimamenn í Þór sem unnu nafna sína í Þór frá Akureyri. Haukar féllu niður í fallsæti eftir tap gegn Njarðvík og þá unnu borgnesingar ótrúlegan sigur á Snæfell eftir framlengdan leik. Magnús Þór Gunnarsson setti risa stóra körfu undir lok framlengingar fyrir sigri.
Staðan í Dominos deild karla
Úrslit kvöldsins.
Grindavík 85-92 Keflavík
Haukar 73-78 Njarðvík
Skallagrímur 122-119 Snæfell
Þór Þ 73-68 Þór Ak
KR 95-73 ÍR