Sigurður Þorvaldsson leikmaður KR vann í kvöld sinn fjórða bikarmeistaratitil með þrem liðum er KR sigraði Þór Þ í úrslitaleik. Hann sagði að þrátt fyrir slaka byrjun hefðu menn komist vel frá þessum leik á endanum. Menn höfðu rætt mikið andlega þátt leiksins fyrir þennan leik og það hafi verið allt önnur orka í KR liðinu varnarlega að sögn Sigurðar.
Viðtal við Sigurð má finna í heild sinni hér að neðan:
Viðtal / Davíð Eldur
Mynd / Ólafur Þór Jónsson