Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem leikur með AE Larissa í grísku A2 deildinni skilaði tvöfaldri tvennu í frábærum sigri liðsins á nágrönnum sínum í GS Larissa 89-80.
Sigurður endaði með 18 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar á 27 mínútum og var að sögn grískra fjölmiðla annar af tveim mönnum leiksins ásamt Kostas Saribalidis. Sigurður hitti einnig úr átta af níu skotum sínum í leiknum.
AE Larissa hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð og því gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Sigurð og félaga. Liðið er í 9 sæti af 16 í deildinni en stutt er á milli liða um miðja deild og nóg af leikjum eftir. Larissa mætir Doukas eftir viku en það lið er í þriðja sæti deildarinnar og því erfiður leikur framundan.
Auk þess að eiga frábæran leik smellti Sigurður Þorsteinsson í frábæra tröllatroðslu sem hann setti á instagram í gær. Tilþrifin má sjá hér að neðan:
Mynd / Dimitris Maroudas – Heimasíða AE Larissa.